557-9510 patti@patti.is Bíldshöfða 18, 110

Verslað á vefnum

Verslað á vefnum

Verslað á netinu

Velkomin
Vefverslun Patta er opin allan sólahringinn. Í vefverslun okkar getur þú skoðað vöruúrval okkar í ró og næði heima hjá þér og klárað kaupin þegar þér hentar. Þú getur sótt pöntunina í Vöruafgreiðslu Patta á Bíldshöfða 18 eða fengið pöntunina senda heim, hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.
Í vefverslun Patta finnur þú allt til að fullkomna heimilið. Hvort sem þú leitar að smáum eða stórum hlutum fyrir öll herbergi heimilisins, þá finnur þú lausnina hjá okkur, þegar þér hentar.

Að panta vöru
Svona velur þú vöru í innkaupakörfuna:
Þegar þú pantar vöru á heimasíðunni, setur þú hana í innkaupakörfu með því að smella á hnappinn með mynd af körfunni „Bæta við í körfu“.
Athugið að ekki eru allar vörur fáanlegar í gegnum vefverslun. Í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að setja vöru í körfu er varan sérstaklega merkt „Hafið samband við verslun“.
Til að skoða í innkaupakörfuna getur þú smellt á myndina af körfunni efst í hægra horni síðunnar „Innkaupakarfan þín“. Hér getur þú skoðað þær vörur sem þú hefur valið í körfuna og heildarverð hennar.
Smelltu á „Klára pöntun“ til að fara skrefi lengra með pöntunina.

1. Viðtakandi:
Fylla þarf út upplýsingar um hver kaupandinn er.
Þegar þú hefur lokið því smellir þú á hnappinn „Áfram“

  2. Afhendingarmáti:
Ef greiðandi er annar en viðtakandi þarf að haka við þar sem stendur „Greiðandi er annar er viðtakandi“. Hér þarft þú líka að velja afhendingarmáta, hvort varan á að sendast eða sótt í verslun. Þegar allar upplýsingar eru komnar réttar, smellir þú á hnappinn „Áfram“

3. Greiðslumáti

Rapyd:

Þú þarft að fylla út kortanúmerið þitt, gildistíma og öryggisnúmer. Þegar allar upplýsingarnar eru á sínum stað, skaltu smella á „Greiða“. Þegar búið er að staðfesta pöntunina smellir þú á „Kvittun“ og þá ættir þú að sjá kvittunina.
Athugaðu að mögulega kemur pöntun þín kemur ekki inná þjónustuborð til okkar fyrr en daginn eftir að þú pantar.Til að spyrjast fyrir um nánari tímasetningu er hægt að hafa samband í gegnum patti@patti.is eða síma 557-9510.


  1. Greiðslukvittun:
    Vefpöntunin er nú staðfest og kvittun á leiðinni til þín á netfangið þitt. Þjónustufulltrúar okkar munu senda þér SMS þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar, eða með frekari upplýsingum varðandi pöntunina og afgreiðslu hennar.


  Greiðsla
Greiðslumöguleikar eru eftirfarandi:
Visa
Mastercard
Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Ekki er hægt að nota viðskiptakort eða gjafakort til að greiða fyrir vöru á netinu.

 

Afgreiðsla á litlum pökkum:

Allar vefpantanir, sem sendast með póstinum, verða sendar innan 2 virkra daga frá kaupum.

 

Þú getur hringt í síma 557 9510 og kannað hvar sendingin er niðurkomin.

Upplýsingar eru veittar á þjónustuborði mánudaga til föstudaga frá kl. 12 – 18

 

Athugið hvenær póstafgreiðslan er opin í þínu bæjarfélagi.

 

Afgreiðsla á húsgögnum:

 

Heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu eru alla daga vikunnar nema sunnudaga, milli kl. 17 – 20

Ath. Aðeins einn maður á bíl. Hægt er að panta auka mann gegn auka gjaldi.

 

Skila og skiptaréttur:

  • 30 daga skila- /skiptiréttur er frá kaupdegi.
  • Gegn framvísun kvittunar eða gjafamiða getur þú skipti í aðra vörur eða fengið inneignarnótu.
  • Til þess að fá vöruna endurgreidda í formi inneignar þarf hún að vera ónotuð, óskemmd og í heilum umbúðum.
  • Ef skilareglur eru ekki uppfylltar áskilur Patta sér sér rétt til að hafna vöruskilum.

Sérpantanir:

  • Patti áskilur sér rétt til að óska eftir greiðslu 20% staðfestingargjalds vegna sérpantana.
  • Staðfestingargjald er ekki endurgreitt ef hætt er við eftir pöntunardag

Eftirfarandi fellur ekki undir skilarétt

Sérpantanir

Samsett vara

Vara sem er seld í því ástandi sem hún er, t.d. sýningarvara

Vara sem er tekin sundur að ósk viðskiptavinar fyrir heimsendingu, t.d. sófar

Vörur sem keyptar eru á lækkuðu verði eins og t.d. á útsölu, rýmingarsölu eða lagersölu

Vörur með gjafamiða

Endurgreitt er í formi inneignar á því verði sem var á vörunni samkvæmt dagsetningu á gjafamiða

Silence dýnur

30 daga skila- og skiptaréttur

15.000 kr skiptigjald

Viðskiptavinur fær 90% af andvirði dýnunnar endurgreiddar ef um skil er að ræða. Komi upp ágreiningur um skil skal ávallt kalla á verslunarstjóra!

 

Þegar við höfum tekið við vörunni á lager og gengið úr skugga um að hún sé í góðu ásigkomulagi, endurgreiðum við inná reikning þinn innan fárra daga.

Athugið! Allur kostnaður sem verður við skil vörunnar greiðist af viðskiptavininum.

 

Ef eitthvað fer úrskeiðis…

Patti selur mikið af húsgögnum og þó gæðaeftirlit sé mikið, geta því miður komið upp minniháttar vandamál.

Ef þú hefur verið svo óheppinn að upp komi gæðavandamál, vinsamlegast hafið samband eins fljótt og auðið er við þjónustuborð okkar.

 

Hægt er að hafa samband í netfangið Patti@Patti.is með þínum upplýsingum, pöntunarnúmer eða kassakvittunarnúmer.

 

 

Ég var ekki heima þegar bíllinn kom með vörurnar mínar, hvað geri ég?

 

Hafðu samband við vefverslun okkar í síma 557 9510 eða senda á netfangið Patti@Patti.is. Með því að koma á annarri heimkeyrslu þurfum við að innheimta nýtt flutningsgjald.

 

Ég hef fundið galla á vörunni eftir að hún er komin heim í hús, hvað geri ég?

Hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar í gegnum netfangið Patti@Patti.is Vinsamlegast sendu með pöntunarnúmer.

 

Hvernig fæ ég vörurnar mínar afgreiddar?

 

Allir litlir pakkar eru sendir með Íslandspósti innan 5 virkra daga frá kaupum. Stærri húsgögn eru send með viðurkenndum flutningsaðila, sem afhendir á vissum tímum innanbæjar alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vörur sem fara út á landsbyggðina eru sendar frá okkur til flutningsaðila innan 5 virkra daga frá kaupum.

Pantanir sem á að sækja til okkar má nálgast næsta dag á lagernum okkar að Kauptúni. Ef vakna einhverjar spurningar endilega sendu okkur línu á Patti@Patti.is

 

Ég vil gjarnan ógilda vefpöntunina?

Ef þú vilt ógilda pöntun þarf að hafa samband við vefverslunina eins fljótt og auðið er í síma 557 9510 eða í gegnum netfangið Patti@Patti.is.

 

Fast gjald í sendingar með Póstinum

 Patti í samstarfi við Póstinn ætlar að bjóða fast gjald í sendingar einungis í gegnum vefverslun. Fast gjald í sendingar með Póstinum eiga ekki við ef verslað er í verslun eða í gegnum síma/tölvupóst.

  Vörur eru flokkaðar í fjórar stærðir (S, M, L, XL) og miðast sendingarverð með póstinum við þær óháð magni í pöntun. Verðin eru 1.500 og að hámarki 15.000 og er það stærsta varan í körfunni sem ákvarðar fast verð á sendingu. Við sendum alltaf á næsta pósthús við viðtakanda. 

 

   Þarf ég að borga flutningskostnaðinn af vörunni ef ég þarf að skila henni?

Já, þú þarft að borga flutningskostnaðinn þegar þú endursendir vöruna. Þér er einnig velkomið að koma með vöruna til okkar.

 

   Ef ég er með aðra spurningu en er listuð hér?

Ef þú ert með aðra spurningu heldur en er hér að ofan, er þér velkomið að hafa samband í síma 557 9510 eða í gegnum netfangið Patti@Patti.is.

Skilmálar

Skilmálar

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Patta ehf með spurningar.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. 

Skattar og gjöld

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK. 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. 

Vefkökustefna

Notkun fótspora

Patti notar fótspor til að bæta notendaupplifun gesta okkar á vefsíðunni. Stefnan hér að neðan fer nánar út í hvernig við gerum það og hvernig fótspor eru notuð og haldið utan um þau.

Hvað eru vafrakökur?

Vafrakaka (e. cookie) er einföld og lítil textaskrá sem vafrinn þinn sækir og geymir á harðadisk þess tækis sem vafrað er í. Netþjónarnir okkar eða netþjónar þriðju aðila geta síðan sótt upplýsingar geymdar í umræddum textaskrám næst þegar vefsíðan er heimsótt.

Hvað eru skriftur?

Skriftur (e. script) er hluti af forritunarkóða sem notaður er til að keyra vefsíðurnar okkar og tryggja að þær virki rétt og eðlilega. Þessar skriftur keyra annaðhvort á vefþjónunum okkar eða á því tæki sem vafrað er í.

Hvað er vefviti?

Vefviti (e. web beacon eða pixel tag) er agnarsmár, ósýnilegur textabútur eða mynd á vefsíðu sem notaður er til þess að mæla umferð í gegnum vefsíðuna. Til þess að það sé hægt þarf að geyma ýmis gögn (e. data) um þig og heimsóknina með vefvitum.

Gerð vafrakaka

5.1 Nauðysynlegar vafrakökur

Sumar vafrakökur tryggja að ákveðnir hlutar vefsíðunnar virki eðlilega og sem skyldi, og að stillingarnar þínar haldist óbreyttar milli heimsókna. Við komum fyrir nauðsynlegum vafrakökum til þess að einfalda þér hverja heimsókn á vefsíðuna okkar. Með þessu móti komum við í veg fyrir að þú þurfir sífellt að slá inn sömu upplýsingarnar upp á nýtt. Eitt dæmi um hvernig nauðsynlegar vafrakökur tryggja rétta virkni vefsíðunnar, er að án þeirra gætum við ekki haldið utan um hvaða vörur þú geymir í körfunni þinni. Við gætum komið nauðsynlegum vafrakökum fyrir án sérstaks leyfis frá þér.

5.2 Tölfræði vafrakökur

Because statistics are being tracked anonymously, no permission is asked to place statistics cookies.

5.3 Advertising cookies

On this website we use advertising cookies, enabling us to gain insights into the campaign results. This happens based on a profile we create based on your behavior on https://patti.is . With these cookies you, as website visitor, are linked to a unique ID but these cookies will not profile your behavior and interests to serve personalized ads.

5.4 Markaðsetningar vafrakökur

Vafrakökur tengdar markaðssetningu eru notaðar í að mynda notendamengi í þeim tilgangi að birta hnitmiðaðar og markvissar auglýsingar sem höfða til þess hóps. Sömuleiðis geta vafrakökur tengdar markaðssetningu fylgt notendum á milli vefsíðna þar sem þær sinna sama eða svipuðum tilgangi.

Because these cookies are marked as tracking cookies, we ask your permission to place these.

5.5 Samfélagsmiðlar

Á vefsíðunni má finna verkfæri frá samfélagsmiðlum eins og Instagram and Facebook sem hægt er að nota til þess að deila efni af vefsíðunni okkar (t.d. “like”, “pin”, “share”) á samfélagsmiðlum Instagram and Facebook. Þessi verkfæri innihalda oft kóða og vafrakökur sem koma frá Instagram and Facebook. Þessi verkfæri gætu geymt og unnið úr upplýsingunum þínum og notað þær til að sérsníða auglýsingar fyrir þig.

Við hvetjum þig til þess að kynna þér persónuverndarstefnur þessara samfélagsmiðla (sem eiga það til að breytast reglulega) til að skilja betur í hvað og hvernig þeir nota (persónulegu) upplýsingarnar þínar. Gögnin sem þau sækja eru dulkóðuð og gerð nafnlaus eins mögulega og hægt er. Instagram and Facebook eru bandarísk fyrirtæki

Samþykki

Þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar í fyrsta skipti birtist borði með útskýringum á vafrakökum. Um leið og þú smellir á “Vista stillingar”, gefur þú okkur leyfi til þess að nota þær vafrakökur sem þú hefur valið á borðanum í þeim tilgangi sem lýst er í þessum Vafrakökuskilmálum. Þú getur stillt almenna notkun vafrakaka sérstaklega í stillingum vafrans þíns, en hafið í huga að það getur haft áhrif á rétta virkni vefsíðunnar.

Hvernig skal virkja/óvirkja?

Hægt er að stilla vafrann þinn á þann hátt að hann eyði vafrakökum sjálfkrafa, eða með beinu móti. Þú getur einnig stillt vafrann þannig að ekki megi koma fyrir ákveðnum vafrakökum. Annar valmöguleiki er að stilla vafrann þinn á þann hátt að þú fáir skilaboð í hvert skipti sem vafraköku er komið fyrir. Nánari upplýsingar um hvernig má stilla vafrann þinn á þennan hátt má finna í leiðbeiningum vafrans sem þú notar.

Vinsamlegast athugið að ef þú kýst að stilla vafrann á þann hátt að öllum vafrakökum sé hafnað gæti vefsíðan hætt að virka rétt og eðlilega. Ef þú ákveður að eyða öllum vafrakökum úr vafranum þínum verður þeim komið aftur fyrir næst þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar, svo framarlega sem þú veitir samþykki fyrir því.

Þín réttindi varðandi persónuupplýsingar

Þú hefur réttindi á eftirfarandi atriðum er varða persónuupplýsingarnar þínar:

Upplýsingaréttur: Þú hefur rétt á að fá að vita hvaða persónuupplýsingum við búum yfir.
Upplýsingaréttur: Þú hefur rétt á að fá að vita hvaða persónuupplýsingum við búum yfir.
Leiðréttingaréttur: Þú hefur rétt á að uppfæra, leiðrétta, eyða eða banna notkun persónuupplýsinga hvenær sem þú vilt.
Ef þú veitir okkur leyfi til þess að vinna úr persónuupplýsingunum þínum hefur þú rétt á að afturkalla það leyfi og láta eyða þeim persónuupplýsingum sem við búum yfir.
Gagnaflutningsréttur: Þú hefur rétt á að fá persónuupplýsingar um þig á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og jafnframt á að senda þessar upplýsingar til annars ábyrgðaraðila.
Mótmælaréttur: Þú hefur rétt á að mótmæla því að unnið sé úr gögnunum þínum. Framangreind réttindi einstaklingsins eru þó ekki fortakslaus. Til dæmis ef lög skylda okkur til að hafna ósk þinni um eyðingu eða aðgang að gögnum. Í þeim tilfellum getum við hafnað beiðni þinni vegna réttinda fyrirtækisins, t.a.m. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, t.d. til friðhelgi einkalífs, telji fyrirtækið þau réttindi vega þyngra. Réttindi þín til að mótmæla vinnslu í markaðssetningar tilgangi er þó skilyrðislaus.

Viljir þú nýta eitthvað af réttindum þínum, vinsamlegast hafðu samband við okkur. Hér fyrir neðan má finna allar okkar helstu samskiptaleiðir. Ef þú vilt leggja fram kvörtun um hvernig við meðhöndlum upplýsingarnar þínar, myndum við vilja heyra beint frá þér, en þú hefur að sjálfsögðu einnig rétt á leggja beint inn kvörtun til réttra yfirvalda (Persónuverndarnefnd).

Hafa samband

Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir um vafrakökuskilmálana okkar, ekki hika við að hafa samband við okkur á eftirfarandi máta:

Patti ehf (kt.520802-2580)
Bíldshöfði 18, 110 Reykjavík

Ísland
Heimasíða: https://patti.is
Netfang: patti@patti.is
Símanúmer: 557-9510